Um okkur

By on 29th August 2016

Már

Már er útskrifaður tölvunarfræðingur frá HÍ árið 2000 og vorið 2016 kláraði hann MBA gráðu frá sama skóla. Hann hóf störf hjá Hug árið 1999 samhliða námi. Hann starfaði þar til ársins 2010 er hann flutti til Sviss og starfaði þar í um tvö ár. Þá fluttist hann aftur heim og hóf störf hjá Marel. Haustið 2013 hóf hann svo störf hjá Advania. Á þessum árum hefur Már unnið að krefjandi forritunarverkefnum, ráðgjöf og uppsetningum á Dynamics AX kerfum. Már hefur fjölda vottana innan Dynamics AX, forritunarvottanir, vottanir í tæknilegum uppsetningum en eins í fjárhag og vörustjórnunar hlutum Dynamics AX.

 

Guðmundur er útskrifaður rekstarfræðingur frá HR árið 1994 og kerfisfræðingur frá Copenhagen West Business College árið 2002. Guðmundur starfaði sem deildarstjóri vörustjórnunarsviðs Austurbakka 2003-2005 og verkefnastjóri hjá Parlogis 2005. Í janúar 2006 hóf hann störf í AX-hugbúnarhúsi sem sameinaðist síðar HugAx og Advania þar sem hann starfaði til mars 2016. Á þessum 10 árum starfaði hann sem ráðgjafi, tengiliður við viðskiptavini, verkefnastjóri í innleiðingar-og uppfærsluverkefnum og vörustjóri.
Guðmundur hefur vottun í verkbókhaldi innan Dynamics AX.